Mystery Boy
Mystery Boy fæddist undir fullu tungli um aldamótin 2000. Hann kom fullskapaður inn í heiminn eins og dularfull, dansandi eiturslanga. Mystery Boy er gjörsamlega hlutlaus á allt og alla en passaðu þig, hann magnar upp þá tilfinningu sem hann finnur í þér og sendir hana tvöfalt sterkar út í heiminn. Hann er gleðin, kvíðinn, hamingjan, reiðin og umfram allt ástin. Hann er einstakur, eins og þú. Sumir segja meira að segja að hann sé holdtekja Guðs. Líttu upp, sérðu ljósið. Einbeittu þér. Láttu þetta ljós skína í gegnum þig og leyfðu því að magnast upp í heim sem engan enda tekur. Við erum eilíf. Ástin er eilíf.
Kreisý keyrir í gegnum dimman og yfirgefinn skóginn á nýja mótorhjólinu sínu. Keyrir burt frá öllu ruglinu, nú ætlar hún að snúa við blaðinu. Loksins verður hún frjáls, eins og vindurinn sem blæs um hárið hennar. Frjáls. En hvert er hún komin? Þetta eru ókunnugar slóðir. Hún er týnd. Skógurinn og myrkrið byrja að verða yfirþyrmandi. Hún stoppar hjólið, stígur af því og sér glitta í eitthvað við vegbrúnina. Sólgleraugu. Hún beygir sig eftir þeim og sér þá ljós inn á milli trjánna. Hlátrasköll. Þarna er líf. Þarna er bær. Hvaða bær er þetta? Hann er ekki merktur á neinu korti. Eru þetta talandi kettir? Þar kom að því, ég er búin að missa vitið, kallar Kreisý inn í nóttina.
Þannig hefst æsispennandi atburðarás þar sem Kreisý, hundurinn Olli og hinir talandi kettir sogast inn í fléttu þar sem örlagahjólin snúast hratt og óttinn virðist yfirtaka allt. En þar sem er ótti er líka von og hún virðist liggja hjá dularfullum manni sem kallar sig Mystery Boy. Í sameiningu reyna Kreisý og Mystery Boy að komast úr þessum bæ sem verður alltaf undarlegri og hættulegri með hverri mínútunni.
Mystery Boy er söngleikur. Handritið og tónlistin er samin af Smára Guðmundssyni. Sagan er lauslega byggð á reynslu hans af baráttu við fíknina og dvölum á meðferðarheimilum. Leikfélag Keflavíkur setti upp sýninguna og Jóel Sæmundsson leikstýrði.
Tónlistin er flest öll samin á gamlan skemmtara sem gefur söngleiknum sérstakan tón.
,,Sýning Leikfélags Keflavíkur á Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson, í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, er afar metnaðarfullur, nýr íslenskur söngleikur þar sem fjallað er á óvenjulegan hátt um mikilvæg málefni. Verkið er byggt á reynslu höfundar af því að fara í áfengismeðferð, en útfærslan er afar frumleg og djörf. Fantasíukennd nálgun höfundar við efnið er til þess fallin að gera efnið aðgengilegt og skemmtilegt fyrir nútímaáhorfendur. Um leið er fjallað um sígild viðfangsefni eins og ástina, frelsisþrána, óttann, átök um völd, baráttu góðs og ills, mannleg samskipti og það að upplifa sig á einhvern hátt utangarðs. Tónlistin er skemmtileg og vel flutt af hljómsveit og söngvurum, sem einnig standa sig vel í leik. Leikfélag Keflavíkur fæ sérstakt hrós fyrir að ráðast af miklum metnaði í uppsetningu á nýju verki, með nýrri tónlist, þar sem þátttakendur leggja líf og sál í uppsetninguna.“
Mystery Boy
Handrit, tónlist og textar eftir Smára Guðmundsson
Leikstjóri: Jóel Sæmundsson
Venjuleg peð
Texti: Smári Guðmundsson og Fríða Dís Guðmundsson
Hundur sem fílar ketti
Lag: Smári Guðmundsson og Ástþór Sindri Baldursson
Elsku Tómas
Texti: Smári Guðmundsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir
Frægur fress
Lag: Smári Guðmundsson og Ástþór Sindri Baldursson
Mójó djúsinn
Lag: Ástþór Sindri Baldursson
MB Extreme
Lag: Smári Guðmundsson og Ástþór Sindri Baldursson
Bardagalag
Lag: Ástþór Sindri Baldursson
Vitinn
Lag: Viktor Atli Gunnarsson
Leikarar og raddir
Smurf og Mystery Boy: Arnór Sindri Sölvason
Kreisý: Fríða Dís Guðmundsdóttir
Tómas: Guðlaugur Ómar Guðmundsson
Olli: Jón Bjarni Ísaksson
Sibba: Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge
Lúlli Létti: Arnar Ingi Tryggvason
Gengið: Andri Snær Sölvason, Arnar Helgason, Birgitta Ösp Smáradóttir, Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir, Elmar Aron Hannah, Guðrún Elva Níelsdóttir, Hulda Björk Stefánsdóttir.
Bakraddir: Arnór Sindri Sölvason, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Guðlaugur Ómar Guðmundsson, Halla Karen Guðjónsdóttir, Hlynur Þór Valsson, Magni Freyr Guðmundsson, Ingi Þór Ingibertsson, Jóhanna María Kristinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Smári Guðmundsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Una María Bergmann, Viktor Atli Gunnarsson.
Upptökur
Upptökur á tónlistinni fóru fram á eftirfarandi stöðum:
Upptökuheimili Geimsteins
Upptökustjórar: Ástþór Sindri Baldursson, Björgvin Ívar Baldursson, Viktor Atli Gunnarsson
Studio Bambus
Upptökustjóri: Stefán Örn Gunnlaugsson
Stúdío Sýrland
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Stúdíó Smástirni
Upptökustjóri: Smári Guðmundsson
Hljóðblöndun: Stefán Örn Gunnlaugsson í Studio Bambus
Tónjöfnum: Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios
Forsíðumynd: Davíð Örn Óskarsson
Sérstakar þakkir: Davíð Örn Óskarsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Þorsteinn Surmeli, Þórhallur Arnar Vilbergsson, Halla Karen Guðjónsdóttir, Sölvi Rafn Rafnsson, Ásdís Erla Guðjónsdóttir, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, Sigurður Smári Hansson, Yngvi Þór Geirsson
Þakkir: Mamma og pabbi, Særún systir, Pálmar bróðir, SÁÁ, Paddýs, Björgvin Ívar Baldursson, Gunnar Skjöldur Baldursson, Geimsteinn, Hljóðritasjóður STEF, og allir sem komu að gerð leikritsins og plötunnar og allir sem komu á sýninguna.
Upptökur á tónlistinni hlaut styrk úr Hljóðritasjóði STEF.
Nánar um upptökur
1. MB Intró
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervill: Ásþór Sindri Baldursson:
Rafgítar og ásláttur: Viktor Atli Gunnarsson
Vindur: Stefán Örn Gunnlaugsson í Studio Bambus
2. Týnd:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árin 2014 og 2018
Upptökustjóri 2014: Björgvin Ívar Baldursson
Upptökustjóri 2018: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Fríða Dís Guðmundsdóttir
Rödd: Fríða Dís Guðmundsdóttir
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervill: Björgvin Ívar Baldursson
Monotron delay: Gunnar Skjöldur Baldursson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Yamaha pss 270: Smári Guðmundsson
3. Nýtt blóð:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árin 2014 og 2018
Upptökusjóri 2014: Björgvin Ívar Baldursson
Upptökustjóri 2018: Ástþór Sindri Baldursson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson, Björgvin Ívar Baldursson, Smári Guðmundsson í Smástirni, Stefán Örn Gunnlaugsson í Studio Bambus
Yamaha pss 270: Smári Guðmundsson
4. Venjuleg peð:
Hljóðfæraupptökur fóru fram í Studio Bambus árið 2018
Upptökustjóri: Stefán Örn Gunnlaugsson
Söngupptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Arnór Sindri Sölvason, Fríða Dís Guðmundsdóttir
Hljóðfæraleikur
Ásláttarhljóðfæri og hristur: Stefán Örn Gunnlaugsson
Bassi: Arnar Ingólfsson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Wurlitzer: Ástþór Sindri Baldursson
5. Hundur sem fílar ketti
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Jón Bjarni Ísaksson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson
Rafgítar: Smári Guðmundsson, Viktor Atli Gunnarsson
6. Elsku Tómas:
Upptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi árið 2016
og í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Arnór Sindri Sölvason
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervill: Ástþór Sindri Baldursson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Korg pss 50: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Ýmislegt: Smári Guðmundsson, Viktor Atli Gunnarsson
7. Frægur Fress:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2014 og 2018
Upptökustjóri 2014: Björgvin Ívar Baldursson
Upptökustjóri 2018: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Guðlaugur Ómar Guðmundsson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervlar: Ástþór Baldursson, Björgvin Ívar Baldursson, Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson, Smári Guðmundsson
Yamaha pss 270: Smári Guðmundsson
8. Lúlli Létti:
Upptökur fóru fram í Geimsteini og Stúdíó Smástirni árið 2018
Upptökustjóri í Geimsteini: Ástþór Sindri Baldursson
Upptökustjóri í Stúdíó Smástirni: Smári Guðmundsson
Söngur: Arnar Ingi Tryggvason
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Korg pss 50: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
9. Mójó djúsinn:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Hljóðfæraleikur
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson
10. Mjá mjá mójó:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árin 2014 og 2018
Upptökustjóri 2014: Björgvin Ívar Baldursson
Upptökustjóri 2018: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Arnar Ingi Tryggvason, Arnór Sindri Sölvason, Guðlaugur Ómar Guðjónsson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson, Björgvin Ívar Baldursson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Monotron delay: Gunnar Skjöldur Baldursson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Yamaha pss 270: Smári Guðmundsson
11. Stormurinn:
Upptökur fóru fram í Geimsteini og Stúdíó Smástirni árið 2018
Upptökustjóri í Geimsteini: Ástþór Sindri Baldursson
Upptökustjóri í Stúdíó Smástirni: Smári Guðmundsson
Söngur: Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge, Guðlaugur Ómar Guðmundsson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson, Smári Guðmundsson
Kassagítar: Guðlaugur Ómar Guðmundsson
12. Næsta lest úr bænum:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldurson
Söngur: Guðlaugur Ómar Guðmundsson, Jón Bjarni Ísaksson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Fingursmellir: Ástþór Baldursson, Smári Guðmundsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Yamaha electone d-85: Ástþór Sindri Baldursson
13. MB Extreme:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Hljóðfæraleikur
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson
14. Crazy Motorcycle Girl:
Upptökur fóru fram árin 2016 og 2018 í Stúdíó Sýrlandi, Geimsteini
og Studio Bambus
Upptökustjóri í Stúdíó Sýrlandi og Geimsteini: Ástþór Sindri Baldursson
Upptökustjóri í Studio Bambus: Stefán Örn Gunnlaugsson
Söngur: Arnór Sindri Sölvason, Fríða Dís Guðmundsdóttir
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervill: Ástþór Sindri Baldursson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Korg ps 50: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Saxafónn: Jón Böðvarsson
15. Vindurinn:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Jón Bjarni Ísaksson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hammond: Ástþór Sindri Baldursson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
16. Bardagalag:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Hljóðfæraleikur: Ástþór Sindri Baldursson
17. Ástarómurinn:
Hljóðfæraupptökur fóru fram í Studio Bambus árið 2018
Upptökustjóri: Stefán Örn Gunnlaugsson
Söngupptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Fríða Dís Guðmundsson
Hljóðfæraleikur
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervlar: Stefán Örn Gunnlaugsson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Wurlitzer: Ástþór Sindri Baldursson
18. MB er mættur:
Upptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi árið 2016
og í Geimsteini árið 2018
Upptökustjóri: Ástþór Sindri Baldursson
Söngur: Arnór Sindri Sölvason
Hljóðfæraleikur
Ásláttarhljóðfæri og hristur: Arnar Ingólfsson, Ástþór Sindri Baldursson, Smári Guðmundsson, Viktor Atli Gunnarsson
Bassi: Arnar Ingólfsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson, Stefán Örn Gunnlaugsson í Studio Bambus
19. Vitinn:
Upptökur fóru fram í Geimsteini árið 2018
Upptökustjórar: Ástþór Sindri Baldursson, Viktor Atli Gunnarsson
Raddir: Arnór Sindri Sölvason, Fríða Dís Guðmundsdóttir
Hljóðfæraleikur
Bassi: Viktor Atli Gunnarsson
Hljóðgervlar: Ástþór Sindri Baldursson
Kassagítar: Smári Guðmundsson
Rafgítar: Viktor Atli Gunnarsson
Söngtextar
TÝND
(Kreisý)
Týnd! Óútreiknanleg.
Trúi ekki hvar ég er.
Treysti mér ekki að fara
Týnd! Eina ferðina enn.
Ein í eilífðinni ég brenn
Brenn og fuðra upp.
Ó! Nei!
(Nei ekki ég, ekki í þetta sinn.
Nú fer ég alla leið og ég klára dæmið.
Ekkert múður)
Hey,
Ég sný við
Nei,
Ég lít upp
Held áfram minni leið
Týnd! Eina ferðina enn.
Ein í eilífðinni ég brenn
Brenn og fuðra upp.
Ó! Nei!
Stíg mín fyrstu spor
Stend upprétt, stend bein.
En í kvöld
Ég stend ein.
NÝTT BLÓÐ Í BÆNUM
(Gengið)
Hvaðan varst þú að koma?
Hvert þykist þú vera að fara?
Hver er þetta?
Það þarf nú að mæla prómilinn í þessari.
Þessi er ekkert á leiðinni út aftur.
Gefðu henni bara b12.
Það lagar allt.
Það er nýtt blóð í bænum
Brakandi ferskt, við græðum
Venjuleg peð
(Smurf og Kreisý)
Ósköp venjulegt peð
í venjulegum bæ
bara að reyna að fóta mig
Ósköp venjuleg snót
frá venjulegri veröld
bara að reyna að fóta mig
Og ég þarf þig
til að finna stjörnurnar
bara við tvö
venjuleg peð
Og ég þarf þig…
Hundur sem fílar ketti
(Olli)
Ég er hundurinn Olli
Og ég segi það satt
Sætur fílar kettina
Ég fíla líka leðrið
laust og hart
Ég er Listamannaleðurkall
Stinnur og stífur
Ég pakkaði strax
Beint í Katttarhraðlestina
Ég er hundurinn Olli
Ég segi það satt
Sætur fílar kettina
Hlustaðu á mig
Elsku Tómas
(Smurf og Gengið)
Ó, elsku Tómas
þú tókst dansspor með mér þegar mér leið illa
Ó, elsku Tómas
þú tóks þétt í hönd mér svo ég hætt’ að skjálfa
Þú dróst mig upp
úr djúpinu
og kenndir mér
á kærleikann
Ó, elsku Tómas
já, besti vinur minn
Ó, elsku Tómas
þú splæstir á mig
þegar ég var svangur
Ó, elsku Tómas
þú drakkst með mér Mojo
þótt þú þurftir að vakna snemma
Þú dróst mig upp
úr djúpinu
og kenndir mér
á kærleikann
Ó, elsku Tómas
já, besti vinur minn
Ég elska þig Tómas
Vertu alltaf vinur minn Tómas
Þú dróst mig upp
úr djúpinu
og lyftir mér á hærra plan
Þú dróst mig upp
úr djúpinu
og kenndir mér
á kærleikann
Ó, elsku Tómas
já, besti vinur minn
Frægur Fress
(Tómas)
Ég þekki Lúlla
Hann er frægur fress
Þegar þið hittist
Verður þú að vera hress
Og muna
Ekkert stress
Mjá…
Mjálm og Mojo
Hans meistarafag
lymskulega ljúfur
er hann við læðurnar
þurfum ekkert að ræða það
Mjá…
Lúlli Létti
(Lúlli)
Mjá.
Mjá Mjá Mojo
(Lúlli, Tómas, Smurf og Gengið)
Gengið: Mjá mjá mjá mjá mjá mjá…
Lúlli: Magnaður er mojo djúsinn
Já hann mýkjir þig, vinur minn
Tómas: Og hvernig bragðast þetta bland
Smurf: Ó-jíbara, eins og úldið kattarhland
Tómas: Troddu tappanum aftur í
Lúlli: Uss..!! Ekki hlusta á tíkallinn
Koma nú, kláraðu skammtinn þinn
Já svona , duglegur kallinn minn
Smurf: Bragðið venst nú ekki vel
Lúlli: Nú! Vildu kannski smá Chenever?
Hvað með rautt og hvítt?
Smurf: Hvað sem virkar, er það frítt?
Tómas: Nei, nú höldum við heim
Hey! Þetta er búið geim
Lúlli: Ekki hlusta á tíkallinn
Þömbum bara mojo djúsinn m inn
Þamba
Mojo
Stormurinn
(Sibba og Tómas)
Vertu sterk
Stormurinn
Sýndu styrk
Stormurinn
Vá!
Allir þessir litir
Vó!
Allt þetta ljós
Vá!
Fjöllin eru fegurri
Vó!
Fallegasta ljós
Vertu sterkur elsku Smurf minn
Stormurinn berst í þér
Sýndu styrk elsku vinur
Stormurinn er hér
Næsta lest úr bænum
(Tómas og Olli)
Bókum næstu lest úr bænum
Brosandi, saman tveir
Gerum það í einum grænum
(Gera það, gera hvað)?
Geggjaðir, saman tveir
Klikkaður hundur og kreisý köttur
Viltir kúrekar, til í geim
Bókum næstu lest úr bænum
Brosandi, saman tveir
Crazy Motorcicle Girl
(Mystery Boy, Kreisý og Gengið)
Beauty on a bike
in a leatherjacket
with dark sunglasses
Crazy motorcicle girl
Crazy motorcicle girl
Mystery Boy: Hey you!, Je you on the bike
why won´t you take me out for a ride?
Riding all around the town
riding til the sun hit´s the ground
Kreisý: Hey þú! Lúði í leðrinu
Farðu að lúlla, farðu heim
Heim að sofa í hausinn þinn
Hættu að hugsa um að komast hér inn
Mystery Boy: I am angry at you
treating me like a fool
in the school of love
I can see her waving goodbye
Beauty on a bike
in a leatherjacket
with dark sunglasses
Crazy motorcicle girl
Crazy motorcicle girl
Vindurinn
(Olli og Gengið)
Komdu aðeins nær
til að hlýða á minn söng
nú vindurinn blæs þér heim
Hef beðið í öll þess’ ár
til að lina öll mín sár
nú vindurinn blæs þér heim
Þrátt fyrir mistökin
vondu andartökin
nú vindurinn blæs þér heim
Viltu vera mér við hlið
til að veita mér lið
þegar vindurinn blæs þér heim
Nú óma bjöllurnar
og syngja spörfuglar
því vindurinn blæs þér heim
Heimurinn varla snýst
og himininn grætur
því vindurinn blæs þér heim
Ljósið/Ástarómurinn.
(Kreisý)
Við erum eitt
Öll saman eitt
Tilfiningin
Hún er breytt
Horfðu á mig
Í mína sál
Við erum eitt
Fljúum nú heim
Manstu nú eftir mér
Mystery Boy
Myndast nú minningarnar
Manstu nú eftir mér
Mystery Boy
Mystery Boy er mættur
(Mystery Boy og Gengið)
Kettir: Sja… leður
Kettir: Sja… ást
Mystery Boy: Sólgleraugun eru heilt sólkerfi
Set þau upp og ég sé alheiminn
Mystery Boy: Allir þessir litir
Kettir: Ástfanginn
Mystery Boy: Öll þessi orka
Kettir: Ástfanginn
Mýstery Boy: Inn í nýjar víddir
Kettir: Ástfanginn
Mystery Boy: Ó je…!!!
Kettir: Hann er að fá það
Hann er
Hann er að fá það
Hann er
Vitinn
(Kreisý og Mystery Boy)
KREISÝ: Þau segja að ég sé eins og vindurinn.
Óútreiknanleg.
Vindurinn hefur ævinlega verið álitinn erfiður viðureignar
og talið vonlaust að ná honum eða halda.
En hlustið…
Það er að lægja, allavega í bili.
Við fljúgum áfram, djúpt inn í þögnina.
MYSTERY BOY: Þarna stendur hann.
Vitinn.
Stöðugur og óhagganlegur og stafar ljósi allt í kringum sig.
Sjáið þið hann?
Þangað erum við að fara.
Á fáknum, á eftir lestinni, í gegnum skóginn, með prinsessuna.